Product image

Orion Hygicult TPC

HRAÐPRÓF

Hygicult er einföld aðferð til að fylgjast með hreinlæti.
Þetta fljótlega, áreiðanlega og ódýra hraðpróf leysir einnig
vandamálið við flutning á sýnum.


Aðferð

Í Hygicult hefur hefðbundinn næringaragar verið lagaður að þörfum nútímans. Á báðum hliðum plaströrsins er plastfilma sem flotið hefur verið borið á. Í filmunni er liður til að taka sýni af sléttum flötum. Einnig er hægt að setja sýni á prufuna með dauðhreinsuðum bómullarpinna eða með því að dýfa plötunni í vökvann sem á að prófa. Að lokinni ræktun er hægt að lesa niðurstöðurnar á einfaldan hátt með því að bera þéttni þyrpinga saman við töfluna á skálinni. Ekki er þörf á að telja þyrpingarnar.

Umbúðastærð / Vörunúmer / GTIN

1x10 þynnupakkning 80627 6438115680109

     

Hygicult er einföld aðferð til að fylgjast með hreinlæti.
Þetta fljótlega, áreiðanlega og ódýra hraðpróf leysir einnig
vandamálið við flutning á sýnum.


Aðferð

Í Hygicult hefur hefðbundinn næringaragar verið lagaður að þörfum nútímans. Á báðum hliðum plaströrsins er plastfilma sem flotið hefur verið borið á. Í filmunni er liður til að taka sýni af sléttum flötum. Einnig er hægt að setja sýni á prufuna með dauðhreinsuðum bómullarpinna eða með því að dýfa plötunni í vökvann sem á að prófa. Að lokinni ræktun er hægt að lesa niðurstöðurnar á einfaldan hátt með því að bera þéttni þyrpinga saman við töfluna á skálinni. Ekki er þörf á að telja þyrpingarnar.

Notkunarsvið

Með Hygicult er hægt að vakta örverufræðilegan hreinleika. Hygicult hentar til notkunar í matvælaiðnaði þar sem reglubundið eftirlit með hreinlæti á ýmsum stigum vinnslu og að loknum þrifum gegnir veigamiklu hlutverki. Með Hygicult fer eftirlit með örverum í framleiðslurými fram á fljótlegan og áreiðanlegan hátt.

Kostirnir

Áreiðanlegt og nákvæmt. Hygicult er finnsk afurð sem uppfyllir strangar kröfur um gæðaeftirlit og skilar áreiðanlegum, endurtakanlegum niðurstöðum. Niðurstöðurnar eru sambærilegar við niðurstöður úr ræktun í petriskálum. Þegar prófinu er dýft í vökva eða sýni er sett á það með sæfðum bómullarpinna eru neðri næmismörk aðferðarinnar CFU/ml, en þegar prófið er látið snerta flöt eru engin neðri næmismörk.


Einfalt. Sýni er ýmist tekið með því að þrýsta Hygicult-prófinu beint á flötinn sem á að prófa, setja sýni á flotið með bómullarpinna eða með því að dýfa prófinu í vökva. Prófið er ræktað við herbergishita eða í hitaskáp, allt eftir hitastigi þess sem verið er að prófa, og þéttni þyrpinga svo borin saman við kortið.

Fljótlegt og einfalt í notkun. Hygicult er alltaf tilbúið til notkunar. Ekki er þörf á undirbúningi og því er hægt að taka sýni hvenær sem er. Hægt er að lesa niðurstöðuna 1–5 dögum eftir að sýni er tekið, allt eftir hitastigi við ræktun.

Ódýrt. Með Hygicult þarf ekki að setja agar í skálar, meðhöndla sýni eða telja þyrpingar.

Öruggt. Hygicult er úr plasti og því stafar engin heilbrigðishætta af sýnaflutningsrörum. Hygicult hefur ekki skaðleg áhrif á það sem sýni er tekið af og er því hægt að nota það áfram eftir sýnatökuna.

Geymsluskilyrði

Geymið Hygicult við herbergishita. Haldið frá ljósi og dragsúg. Má ekki frjósa.
Fyrningardagsetning og lotunúmer koma fram á umbúðum.

Related Products

© KiiltoClean Oy
Turku
P.O. Box 157, FI-20101 TURKU FINLAND
Tel. +358 207 710 400 (Workdays 8-16 UTC+2 )
Fax +358 207 710 402

Privacy policy

 

KiiltoClean er í samstarfi við Rekstrarvörur

Rekstrarvörur
Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík
sala@rv.is
520 6666
http://www.rv.is/