Norræna Svansmerkið snýst um hreint umhverfi

Norræna Svansmerkið snýst um hreint umhverfi

Svanurinn er þjóðarfugl Finna og mynd af honum prýðir einnar evru myntina sem notuð er í Finnlandi. Svanurinn er ein þeirra tegunda sem samningurinn um verndun afrísk-evrasískra sjó- og vatnafugla (AEWA) nær til.

Vatn er dýrmætt. Í flutningi.

Finnland er nokkuð stórt land og þar eru vegalengdir yfirleitt miklar. Stefna okkar er sú að bæta vatni við hreinsilausnir á staðnum ef mögulegt er – frekar en að aka um með vatnið. Af þessum sökum eru flest efnanna okkar til iðnaðarnota blönduð mjög sterkt. Sum eru blönduð sérlega sterkt – af þeim nægir einn dropi.

Áreiðanleiki.

Finnar eru ábyrgt og áreiðanlegt fólk. Það sama gildir um hreinsiefni frá Finnlandi.

Johan Sigfrid Sirén (1889–1961) fékk það verkefni að hanna þinghúsið í Finnlandi. Húsið var byggt á árunum 1926–1931 og tekið opinberlega í notkun þann 7. mars 1931. Allar götur síðan hafa margir mikilvægir atburðir ípólitísku lífi þjóðarinnar átt sér þar stað. Um árabil hafa hreinsivörur frá KiiltoClean verið notaðar til að þrífa húsið.

Sjálfbærni.

Sjálfbærni er ástæðan fyrir því að lífræn kerfi haldast fjölbreytt og frjósöm. Þetta viljum við varðveita eins og kostur er.

Vörurnar okkar eru þróaðar og framleiddar á öruggan hátt og með tilliti til umhverfisverndar. Eitt dæmið um það eru sólarorkuverin á verksmiðjuþökum okkar í Lempäälä.

Mjög kröfuharðir viðskiptavinir.

Fagfólk í þrifum og hreinlæti sem á í viðskiptum við okkur kann að meta þægindi, öryggi og áreiðanleika. Þess vegna þurfum við að bjóða upp á slíkar lausnir.

Stysta og auðveldasta leiðin frá Evrópu til Asíu liggur í gegnum Helsinki. Flugvöllurinn í Helsinki býður upp á rólegt og vinsamlegt andrúmsloft með minni troðningi, styttri röðum og minni streitu. Flugvöllurinn er þekktur fyrir frábæra þjónustu, skilvirkni og stundvísi. Flugfarþegar hafa margoft kosið flugvöllinn í Helsinki meðal bestu flugvalla í Evrópu. Flugvöllurinn er þrifinn með hreingerningavörum og -aðferðum frá okkur.

Traust saga fyrirtækisins

Í 50 ár var fyrirtækið okkar hluti af lyfjaiðnaðinum. Kjarni og gæðastefna rannsókna okkar og þróunar kemur frá þeim bakgrunni.

Hreingerningarvörurnar okkar eiga rætur sínar að rekja til lyfjaiðnaðarins – nánar tiltekið til Lääke Oy sem stofnað var í Turku árið 1947. „Okkur ber skylda til að þróa framleiðsluna á þvotta- og sótthreinsiefnum“ – og þannig varð fyrsta hreinsiefnið okkar til fyrir 62 árum.

Wellbeing from Cleanliness

 

Við erum finnskt fyrirtæki sem þekkir vel inn á norræn skilyrði, þarfir viðskiptavinanna og þær kröfur og umhverfisaðstæður sem gilda um vörurnar okkar. Sameiginleg sérfræðiþekking okkar sem sterkt fjölskyldufyrirtæki býður upp á langvarandi, traust og öruggt samstarf með viðskiptavinum úr hreinlætisgeiranum.

Chrome iPad
Vöruúrval

Fjölbreytt vöruúrval fyrir ólíkar þarfir

Allar atvinnugreinar sem krefjast mikils hreinlætis reiða sig á þjónustu okkar. Vöruúrvalið okkar samanstendur af hreinsiefnum, sótthreinsiefnum, efnum fyrir þrif og umhirðu, hreinlætisvörum, iðnaðarefnum og hreinlætisbúnaði og -tækjum. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á öruggar, skilvirkar og hagkvæmar hreinlætislausnir og -búnað.

Rannsóknir og þróun

Allt byggist á rannsóknum og þróunarvinnu

KiiltoClean framkvæmir alla rannsókna- og þróunarvinnu sína í Finnlandi. Við bjóðum upp á nýjar og framsæknar vörur, hugmyndir og þjónustu til að mæta breyttum kröfum viðskiptavina á ýmsum sviðum, t.d. hvað varðar ný efni, löggjöf og umhverfismál.  Við rannsóknir okkar og þróun vinnum við með viðskiptavinum frá ólíkum löndum til að geta uppfyllt sérstakar kröfur í hverju landi fyrir sig.

Gæði

Gæði tryggja góðan árangur

Starfsemi KiiltoClean er vottuð og hefur KiiltoClean hlotið eftirfarandi vottanir: ISO 9001 – gæðastjórnunarkerfi, ISO 13485 – lækningatæki, ISO 14001 – umhverfisstjórnunarkerfi, OHSAS 18001 – heilbrigðis- og öryggisstjórnunarkerfi í atvinnurekstri. Í starfsemi okkar förum við eftir grundvallaratriðum alþjóðlegu Responsible Care-áætlunarinnar í efnaiðnaði.

Front page image and video

 

Vörurnar okkar

Vörurnar okkar eru þróaðar og framleiddar á öruggan hátt og með tilliti til umhverfisverndar.

M
velta
starfsfólk
skrifstofur í ólíkum löndum
sölulönd

Atvinnugreinar

Iðnaðarþrif

Faglegar lausnir í vörum og aðferðum bjóða upp á skilvirkt og öruggt hreinlæti þar sem virðing er borin fyrir umhverfinu.

Atvinnueldhús og hótel, veitingastaðir, kaffihús (e. HoReCa)

Hreinlætislausnir okkar auðvelda viðskiptavinum okkar að skapa þægilegt og öruggt umhverfi fyrir viðskiptavini sína. Við uppfærum hreinlætisáætlanirnar þínar og tryggjum að hreinlætiseftirlit eldhússins virki sem skyldi.

Hreinlæti í matvælaiðnaði

Hreinlætislausnir okkar fyrir matvælaframleiðslu tryggja hreinlæti, öryggi og skilvirkni í framleiðsluferlum viðskiptavina okkar.

Frumframleiðsla

Fyrsta hreinsiefninu sem við framleiddum var ætlað að mæta þörfum mjólkurframleiðenda. Hreinlætislausnir fyrir frumframleiðslu tryggja að hráefnið sem fer inn í framleiðslukeðjuna sé í mestu mögulegu gæðum.

Hreinlætisvörur fyrir sjúkrahús og persónulegt hreinlæti

Hreinlætisvörur okkar fyrir sjúkrahús og handþvott, sem þróaðar voru út frá þörfum heilsugæslunnar, stuðla að öryggi sjúklinga, veita vernd gegn sýkingum og rjúfa smitleiðir sjúkdóma.

Málmiðnaður

Ómissandi þáttur í því að tryggja stöðugan rekstur í iðnaðarframleiðslu og viðhalda gæðum fullunninnar vöru er að notast við okkar víðtæka vöru- og þjónustuúrval.

Timburvinnsla

Iðnaðarhreinsiefnin sem þróuð voru fyrir sérhæfðar þarfir pappírs- og trjákvoðuiðnaðarins halda allri vinnslunni gangandi.

Þvottur á textílefni

Seólítlausa þvottaduftið okkar og fljótandi þvottaefnið fyrir ólíkar gerðir af hvítum og lituðum textílefnum hentar best fyrir daglega og faglega meðferð textílefna.

Almennir neytendur

Við bjóðum upp á fjölbreytt vöruúrval af áreiðanlegum og öruggum vörumerkjum fyrir húðvernd, persónulegt hreinlæti, þvott og heimilisþrif.

Í átt að hreinni framtíð

Vörurnar frá KiiltoClean eru framleiddar að mestu leyti í Finnlandi og með tilliti til umhverfisverndar. KiiltoClean tekur tillit til umhverfisáhrifa sem stafa af vörunum í gegnum allan líftíma þeirra.Vara og þjónusta sem er sérlega umhverfisvæn er merkt með Svansmerkinu. Vörur sem bera Svansmerkið uppfylla ströng skilyrði um umhverfisáhrif vörunnar í gegnum allan líftíma hennar.

Þægilegar lausnir á skynsamlegum grunni

Hafðu trú á framtíðinni en ekki gleyma að hafa áhrif á hana.

Erkki Solja, Eigandi

Við notum sameiginlega sérfræðiþekkingu okkar sem sterkt fjölskyldufyrirtæki með hag viðskiptavinarins í huga og bjóðum þannig upp á langvarandi, traust og öruggt samstarf við viðskiptavinina.

Kari Vainio, Framkvæmdastjóri

Náin samvinna og gagnkvæmt traust í garð viðskiptavina er einn af máttarstólpunum í starfsemi KiiltoClean.

Heidi Kähkönen, Framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar

Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að viðhalda hreinlæti á skilvirkan, umhverfisvænan og öruggan hátt.

Við búum til þau skilyrði sem viðskiptavinir okkar þurfa til að uppfylla ábyrgðarmarkmið sín.

Í öllum rekstraraðgerðum reynum við ávallt að bæta okkur.

Nýjar vörur

Image

Kiilto Dose – glæsilegur skammtari

Kiilto Dose er glæsilegur skammtari sem auðvelt er að nota, fylla á og þrífa. Kiilto Dose skammtar nákvæmlega 1,5 ml í hvert sinn, en þetta eykur endingu vörunnar og dregur úr kostnaði, líka við mikla notkun.

Image

Víðtækt vöruúrval Care Dose

Care Dose-vörurnar og pakkningar þeirra eru hannaðar til notkunar með Kiilto Dose-skammtaranum. Vöruúrval Care Dose inniheldur lúxusvörur fyrir daglega notkun – frískandi, litríkar og með mildum ilmi.

Image

Kiilto Visionoil ýrulausn til hreinsunar

Við kynnum til sögunnar efnaryksuguna! Kiilto Visionoil er náttúruleg ýrulausn til hreinsunar, notuð til að fjarlægja laus óhreinindi og ryk. Niðurstöður prófana sýna að Visionoil dregur í sig meira ryk og fjarlægir óhreinindi betur ef borið er saman við aðrar aðferðir.

Image

Kiilto Varma skriðvarnarvax

Kiilto Varma skriðvarnarvax gerir yfirborðsfleti minna hála og er því góður valkostur við öryggisgólf. Varan hentar einnig fyrir þvottaaðstöðu. Hún hentar frábærlega fyrir elliheimili, sjúkrahús og búningsherbergi í sundlaugum.

© KiiltoClean Oy
Turku
P.O. Box 157, FI-20101 TURKU FINLAND
Tel. +358 207 710 400 (Workdays 8-16 UTC+2 )
Fax +358 207 710 402

Privacy policy

 

KiiltoClean er í samstarfi við Rekstrarvörur

Rekstrarvörur
Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík
sala@rv.is
520 6666
http://www.rv.is/